Formúla 1

Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir skiltastelpur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lewis Hamilton vill fá stelpur til þess að fylgja sér úr bílnum og upp á verðlaunapall
Lewis Hamilton vill fá stelpur til þess að fylgja sér úr bílnum og upp á verðlaunapall vísir/getty

Fyrir tímabilið sem er nýhafið í Formúlu 1 var tilkynnt um þá ákvörðun að hætta með svokallaðar skiltastelpur í íþróttinni. Ákvörðunin hefur fengið misjafnar undirtektir.

Stelpurnar gengdu því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti þeim ökuþórum sem komast á verðlaunapall.

Vísir greindi frá því í morgun að Rússar ætluðu að fara á móti þessari ákvörðun og hafa skiltastelpur í kappakstrinum í Sotsjí í september. Nú hafa forráðamenn kappakstursins í Mónakó gefið í skyn að þeir ætli líka að endurvekja skiltastelpurnar.

Kappaskturinn í Mónakó fer fram í lok maí og fari svo að það verði skiltastelpur þar er mjög líklegt að Rússarnir standi við orð sín í september.

Margir ökuþóranna í Formúlu 1 voru ósáttir við ákvörðunina um að hætta með skiltastelpurnar og var Lewis Hamilton greinilega þeirra á meðal. Þegar fréttir bárust af því í dag að stelpurnar gætu snúið aftur í Mónakó tók hann skjáskot af einni slíkri frétt og setti á Instagram aðgang sinn og skrifaði við hana „Takk Jesús.“

Hamilton var fljótur að eyða myndinni af samfélagsmiðlinum.

Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir endurkomu stelpnanna mynd/bbc


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.