Golf

Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það munaði ekki miklu að Tiger sæti eftir með súrt ennið
Það munaði ekki miklu að Tiger sæti eftir með súrt ennið Vísir/Getty

Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari.

Woods fór fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og lék annan hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari og því munaði aðeins tveimur höggum að Tiger væri úr leik.Bandaríkjamaðurinn Reed er með tveggja högga forystu á toppnum eftir að hafa farið annan hringinn á sex höggum undir pari. Hann er samtals á níu höggum undir pari. Með spilamennsku sinni í dag náði Reed besta skori á 36 holum í sögu Mastersmótsins.

Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, lauk leik í dag á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum undir pari, líkt og Norður-írinn Rory McIlroy.


Marc Leishman frá Ástralíu er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Hann fór hringinn í dag á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson er á fimm undir pari í þriðja sæti.

Bubba Watson hefur lent í nokkrum vandræðum á fyrstu hringjunum tveimur, hann var á höggi yfir pari eftir fyrsta hring. Hann náði að vinna sig aðeins upp listann í dag og fór hringinn á þremur höggum undir pari og kláraði því á tveimur höggum undir jafn í níunda sæti.


Ríkjandi meistari Sergio Garcia komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann varð í 85.-86. sæti af 87. keppendum á 16 höggum yfir pari. Hræðileg 15. hola í gær þar sem hann fór á 13 höggum gerði útslagið fyrir Garcia á mótinu.

Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni annað kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.