Innlent

Fálkavinir finna fyrir samstöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fálki á flugi.
Fálki á flugi. NordicPhotos/Getty
Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. Það gerðist eftir að Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Fálkasetrið stefndi að því að koma upp vélum við hreiður til að fæla frá eggjaþjófa. Varpi nokkurra fálkapara hefur verið spillt undanfarin ár með því að taka egg úr hreiðrunum.

Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður Fálkasetursins, segir að nú sé beðið eftir heimild frá umhverfisráðuneytinu til þess að fá að setja slíkar myndavélar upp.




Tengdar fréttir

Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá

Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×