Fótbolti

Kemur endurkoma Alfreðs í veg fyrir sjötta titil Bayern í röð?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason hefur skorað 11 mörk á tímabilinu
Alfreð Finnbogason hefur skorað 11 mörk á tímabilinu Vísir/Getty

Alfreð Finnbogason gæti snúið aftur á fótboltavöllinn í dag þegar lið hans Augsburg reynir að koma í veg fyrir að Bayern München fagni þýska meistaratitlinum.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Alfreð sé orðinn heill heilsu en hann hefur verið frá keppni í tvo mánuði. Augsburg saknaði íslenska landsliðsframherjans sárt, liðið hefur ekki haft góðu gengi að fagna í síðustu leikjum.

„Hann segist vera 100 prósent heill, sem eru mjög ánægjulegar fréttir. Hann er klárlega einn af valmöguleikunum, jafnvel í byrjunarliðið,“ sagði Manuel Baum, knattspyrnustjóri Augsburg, á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag.

Vinni Bayern leikinn í dag tryggir stórveldið sinn sjötta Þýskalandsmeistaratitil á jafn mörgum árum. Það er þó líklegt að Jupp Heynckes hvíli einhverjar af stærstu stjörnum sínum í leiknum því liðið mætir Sevilla í seinni leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Leikur Augsburg og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 13:25.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.