Fótbolti

Kemur endurkoma Alfreðs í veg fyrir sjötta titil Bayern í röð?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason hefur skorað 11 mörk á tímabilinu
Alfreð Finnbogason hefur skorað 11 mörk á tímabilinu Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason gæti snúið aftur á fótboltavöllinn í dag þegar lið hans Augsburg reynir að koma í veg fyrir að Bayern München fagni þýska meistaratitlinum.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Alfreð sé orðinn heill heilsu en hann hefur verið frá keppni í tvo mánuði. Augsburg saknaði íslenska landsliðsframherjans sárt, liðið hefur ekki haft góðu gengi að fagna í síðustu leikjum.

„Hann segist vera 100 prósent heill, sem eru mjög ánægjulegar fréttir. Hann er klárlega einn af valmöguleikunum, jafnvel í byrjunarliðið,“ sagði Manuel Baum, knattspyrnustjóri Augsburg, á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag.

Vinni Bayern leikinn í dag tryggir stórveldið sinn sjötta Þýskalandsmeistaratitil á jafn mörgum árum. Það er þó líklegt að Jupp Heynckes hvíli einhverjar af stærstu stjörnum sínum í leiknum því liðið mætir Sevilla í seinni leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Leikur Augsburg og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 13:25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×