Viðskipti innlent

Byrja með númeruð sæti og hlélausar bíósýningar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Háskólabíó boðar breytingar.
Háskólabíó boðar breytingar. VÍSIR/STEFÁN
Háskólabíó hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi kvikmyndasýninga. Nú hefur kvikmyndahúsið tekið upp númeruð sæti og hlélausar sýningar á öllum myndum.

Samkvæmt tilkynningu um breytingarnar er þetta gert til þess að mæta eftirspurnum þeirra sem vilja upplifa kvikmyndir í einni setu án truflana. Gestir geta þá mætt og valið sitt uppáhaldssæti og verslað veitingar í ró án þess að hafa áhyggjur af örtröð í miðasölu eða tíma.

„Ísland hefur lengi verið á meðal fárra landa í heiminum sem bjóða upp á bíósýningar með hléum og hefur það lengi verið hluti af hefð íslenskrar bíómenningar. Með því að bjóða upp á hlélausar sýningar og númeruð sæti hefur Háskólabíó skapað sér sterka sérstöðu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×