Formúla 1

Vettel á ráspól í Barein │ Hamilton níundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sebastian Vettel fagnaði sigri á fyrsta móti ársins í Ástralíu og verður á ráspól í Barein.
Sebastian Vettel fagnaði sigri á fyrsta móti ársins í Ástralíu og verður á ráspól í Barein. vísir/getty

Sebastian Vettel verður á ráspól í Bareinkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökunni í dag.

Vettel náði að stela fyrsta sætinu af liðsfélaga sínum Kimi Raikkonen með síðasta hringnum í tímatökunni eftir að Finninn misnotaði sinn síðasta hring.

Þjóðverjinn kom í mark á 1:27,958, aðeins tveimur sekúndubrotum á undan Raikkonen sem var á 1:28,101.

Valteri Bottas verður þriðji, hann kom í mark á 1:28,124. Liðsfélagi hann hjá Mercedes, Lewis Hamilton, náði fjórða besta tímanum en hann mun taka af stað níundi þegar keppnin verður ræst á morgun því hann þurfti að sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa.

Ferrari er því í lykilstöðu fyrir kappaksturinn á morgun, með sína menn í fyrstu tveimur sætunum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.