Formúla 1

Vettel á ráspól í Barein │ Hamilton níundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sebastian Vettel fagnaði sigri á fyrsta móti ársins í Ástralíu og verður á ráspól í Barein.
Sebastian Vettel fagnaði sigri á fyrsta móti ársins í Ástralíu og verður á ráspól í Barein. vísir/getty
Sebastian Vettel verður á ráspól í Bareinkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökunni í dag.

Vettel náði að stela fyrsta sætinu af liðsfélaga sínum Kimi Raikkonen með síðasta hringnum í tímatökunni eftir að Finninn misnotaði sinn síðasta hring.

Þjóðverjinn kom í mark á 1:27,958, aðeins tveimur sekúndubrotum á undan Raikkonen sem var á 1:28,101.

Valteri Bottas verður þriðji, hann kom í mark á 1:28,124. Liðsfélagi hann hjá Mercedes, Lewis Hamilton, náði fjórða besta tímanum en hann mun taka af stað níundi þegar keppnin verður ræst á morgun því hann þurfti að sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa.

Ferrari er því í lykilstöðu fyrir kappaksturinn á morgun, með sína menn í fyrstu tveimur sætunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×