Erlent

Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump sagði í fyrra að hann ætlaði sér að mæta á kvöldverðinn að ári.
Donald Trump sagði í fyrra að hann ætlaði sér að mæta á kvöldverðinn að ári. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. Hann gagnrýnir Rússland og Íran fyrir stuðning ríkjanna við Bashar-al Assad Sýrlandsforseta. BBC greinir frá.

Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnarsegja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárásinni. Hundruð eru sögð hafa leitað sér aðstoðar vegna öndunarerfiðleika og vegna sviða í augum. Þá hafa myndir og myndbönd af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Ríkisstjórn Sýrlands hefur hafnað ásökunum auk þess sem að hernaðaryfirvöld Rússlands hafa einnig haldið því fram að engin efnavopnaárás hafi verið gerð.

Hjálparsamtök segja rúmlega 500 manns hafa leitað hjálpar vegna öndunarerfiðleika og sviða í augum.Vísir/AFP
Í röð tísta á Twitter í dag sagði Trump að „Pútín forseti, Rússland og Íran eru ábyrg fyrir að styðja Dýrið Assad.“ Þá gagnrýnir hann einnig forvera sinn í starfi, Barack Obama, fyrir að hafa ekki tekið fastar á málefnum Sýrlands í forsetatíð hans.

Sagði Trump að afleiðingar árásarinnar yrðu alvarlegar og hvatti hann stríðandi fylkingar til þess að hleypa hjálparstofnunum að svæðinu til þess að aðstoða særða.

Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn í Sýrlandi hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum og stóðu viðræður um brottflutning uppreisnarmanna og borgara frá Douma yfir en þær virðast hafa mistekist og loftárásir hófust aftur á föstudaginn.

Hjálparstarfsmenn hafa á undanförnum vikum haldið því reglulega fram að klórgasi hafi verið varpað á svæðinu en nú er talið að sterkari efnum hafi verið beitt. Þá hafa myndir og myndbönd af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×