Íslenski boltinn

Stórleikur helgarinnar með augum fólksins á liðskrám Man. Utd og Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba og Nicolás Otamendi voru ekki alveg sáttir í leiknum um helgina.
Paul Pogba og Nicolás Otamendi voru ekki alveg sáttir í leiknum um helgina. Vísir/Getty
Manchester United og Manchester City mættust í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það var miklu meira undir en þessi venjulegu þrjú stig.

Þetta var að sjálfsögðu dæmigerður nágrannaslagur í Manchester borg en öllu meira máli skipti var að Manchester City gat tryggt sér enska meistaratitilinn með því að vinna Manchester United.

Manchester United hefur unnið tuttugu titla og sextán fleiri en nágrannar þeirra í Manchester City en „litla“ liðið í Manchester borg hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Manchester City sýndu yfirburði sína í fyrri hálfleiknum þar sem liðið komst í 2-0 og gat bætt við fleiri mörkum.

Í stað þess að ganga frá leiknum í seinni hálfleik og tryggja sér titilinn þá kom Manchester United til baka, skoraði þrjú mörk og vann leikinn 3-2.

ESPN mætti með myndavélar á liðskrár Manchester United og Manchester City og hefur nú sett saman myndband þar sem hægt að sjá stórleik helgarinnar með hörðu stuðningsfólki liðanna. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan en þar upplifir stuðningsfólk liðanna allan tilfinningaskalann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×