Tónlist

Hafnarfjörður eignast liðsmann í rappsenunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yung Nigo Drippin fer vel af stað.
Yung Nigo Drippin fer vel af stað.
Yung Nigo Drippin ásamt 24/7 & Gvdjon gáfu á föstudaginn út nýtt myndband við lagið Tvöfalt glas.

Myndbandið er tekið upp og leikstýrt af Bryngeiri Vattnes og lagið framleitt af þeim Ízleifi & Hlandra úr Rari Boys.

Gengið mun allt koma allt koma fram á Stage Dive Fest á Húrra 21. apríl næstkomandi ásamt Rari Boys. Yung Nigo Drippin heitir í raun Brynjar og kemur úr Hafnarfirði. Hann gerir mikið út á það að vera úr Hafnarfirði sem minnir óneitanlega á Herra Hnetusmjör sem hefur mikið auglýst Kópavogstengingu sína.

Nigo gaf út sína fyrstu plötu Plús Hús í byrjun árs, hún hefur vakið mikla athygli og þá sér í lagi smellirnir Pluggið hringir og PartyPoki. Fyrir um mánuði síðan kom svo út lagið Ég VS Allir.

Hér að neðan má sjá myndbandið við Tvöfalt glas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×