Lífið

Handboltakempa selur slotið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Patrekur Jóhannesson, handboltaþjálfari og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur sett heimili sitt á sölu.
Patrekur Jóhannesson, handboltaþjálfari og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur sett heimili sitt á sölu. mynd/samsett
Handboltaþjálfarinn Patrekur Jóhannsson og kona hans Rakel Anna Guðnadóttir hafa sett heimili sitt við Holtsbúð í Garðabæ á sölu. Ásett verð er tæpar 115 milljónir enda húsið hið glæsilegasta.

Á fasteignavef Vísis segir að heimili hjónanna sé 330 fermetrar og mikið endurnýjað. Þá stærir það sig af fimm svefnherbergjum, fallegri lóð og heitum potti.

Til gamans má geta að myndband við gríðarvinsælt lag sonar Patreks, rapparans JóaPé, og félaga hans, Króla, var að hluta til tekið upp í húsinu. Myndbandið má sjá hér að neðan.



Hér að neðan má svo sjá myndir af heimili fjölskyldunnar.

Mynd/fasteignamarkaðurinn
Mynd/fasteignamarkaðurinn
Mynd/fasteignamarkaðurinn
Mynd/fasteignamarkaðurinn
Mynd/fasteignamarkaðurinn
Mynd/fasteignamarkaðurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×