Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa og enginn hefur verið boðaður á fund. Um þetta verður fjallað nánar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Í fréttatímanum verður einnig sýnt frá björgunaraðgerðum við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi ytra í gærkvöldi en þar lenti maður undir átján tonna gröfu. Mikil mildi þykir að maðurinn skyldi ekki slasast alvarlegar en hann lá í fjörutíu mínútur undir gröfunni.  

Einnig verður sagt frá helgidagafriðarfrumvarpi Pírata og áskorun þingmanna Samfylkingarinnar til umhverfisráðherra um að banna plastpokanotkun í verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×