Viðskipti erlent

Hægt að herða á iPhone-símum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
iPhone-símar. Mynd/Apple
iPhone-símar. Mynd/Apple

Fyrir nokkru kom í ljós að tæknirisinn Apple hægði viljandi á eldri iPhone-símum. Sagði fyrirtækið það gert í þeim tilgangi að auka rafhlöðuendingu enda væru rafhlöður í eldri símum oftar en ekki orðnar gamlar og lélegar.

Nú hefur þeim nýja valmöguleika verið bætt við í nýjustu uppfærslu iOS (iOS 11.3), stýrikerfis iPhone-símanna, að hægt er að slökkva á þessum eiginleika. Er það gert með að fara í Settings > Battery > Battery Health (Beta).

Þar er hægt að sjá ástand rafhlöðunnar, til dæmis rafhlöðuendingu nú miðað við endingu nýrrar rafhlöðu sömu tegundar. Einnig er hægt að ýta á Disable undir flipanum Peak Performance Capacity til þess að herða aftur á síma sem Apple hafði hægt á.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.