Innlent

Þriðji dómur yfir sama manni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Um er að ræða fimmta kynferðisbrotið sem maðurinn er dæmdur fyrir.
Um er að ræða fimmta kynferðisbrotið sem maðurinn er dæmdur fyrir. VÍSIR/GVA
Karlmaður fæddur árið 1996 var í Héraðsdómi Reykjavíkur í upphafi mánaðar dæmdur í 40 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Þetta er fimmta kynferðisbrotið sem maðurinn er dæmdur fyrir.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa haft samræði við ölvaða stúlku gegn vilja hennar með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var árin 2014 og 2016 dæmdur fyrir brot gegn alls fjórum stúlkum. Þær voru allar yngri en fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað en hann ekki orðinn 18 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×