Erlent

Enn ein sprengingin í Texas

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórar af árásunum hafa átt sér stað í Austin, höfuðborg Texas.
Fjórar af árásunum hafa átt sér stað í Austin, höfuðborg Texas. Vísir/GEttty
Fimm sprengjur hafa nú sprungið í Texas í Bandaríkjunum og stendur yfir umfangsmikil leit að árásarmanninum. Tveir eru látnir og fimm særðir eftir sprengingarnar og segir lögreglan að útlit sé fyrir að árásarmaðurinn hafi mikla þekkingu á sprengiefnum og sprengjum.

Fjórar af árásunum hafa átt sér stað í Austin, höfuðborg Texas. Þremur sprengjum var komið fyrir við útidyrahurðir hús og einni hafði verið komið fyrir við göngustíg. Nú í morgun er starfsmaður FedEx í San Antonio sagður hafa særst, þegar pakki sem flytja átti til Austin sprakk.

Tilefni árásanna liggur ekki fyrir Yfirvöld segja sprengjurnar gefa í skyn að árásarmaðurinn eða mennirnir séu kunnugir sprengiefnum og hefur lögreglustjóri Austin kallaði eftir samskiptum frá viðkomandi.

Svo virðist sem að lögreglan búi ekki yfir miklum sönnunargögnum en í fyrstu var talið að árásirnar beindust gegn þeldökku fólki en það þykir nú ólíklegt þar sem fórnarlömb árásanna eru af öllum litum.

Lögreglan segir sprengjurnar vera af svipaðri gerð en þær hafi orðið fágaðri. Samkvæmt Washington Post hefur þeim þó ekki verið lýst af mikilli nákvæmni. Íbúum Austin hefur verið sagt að snerta ekki óvænta pakka og forðast pakka á vergangi.



Hundruð lögreglumanna vinna að rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Sprengjufaraldur í Texas

Tveir eru særðir eftir sprengingu í borginni Austin í Texas-ríki Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×