Lífið

Fifth Harmony ætlar í pásu

Birgir Olgeirsson skrifar
Fifth Harmony á sviði.
Fifth Harmony á sviði. Vísir/Getty
Meðlimir bandarísku stúlknasveitarinnar Fifth Harmony hafa ákveðið að taka sér pásu frá hljómsveitinni til að einbeita sér að sólóferli. 

Sveitin tilkynnti þetta í gær en þar segir að nokkrir tónleikar séu enn á dagskrá sveitarinnar á þessu ári sem hún ætlar að standa við. Þar á meðal tónleika í Laugardalshöll 16. maí næstkomandi.

Sveitin tók þátt í X Factor árið 2012 þar sem hún hafnaði í þriðja sæti. Sveitin skrifaði undir samning við útgáfufyrirtæki Simon Cowell og L.A. Reid og gaf út þrjá plötur í heildina.

Í desember árið 2016 tilkynnti einn af meðlimunum að hún væri hætt og ætlaði að hefja sólóferil. Um er að ræða Camila Cabello sem hefur notið töluverðra vinsælda undanfarið með lagið Havana.

Eftir stóðu Ally Brooke, Normani, Dinah Jane og Lauren Jauregui sem ætla nú að taka sér brátt pásu frá Fifth Harmony. 


Tengdar fréttir

Fifth Harmony með tónleika í Laugardalshöll

Bandaríska stúlknahljómsveitin heimsfræga Fifth Harmony er á leið til Íslands og heldur tónleika í Laugardalshöll miðvikudaginn 16. maí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×