Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 82-85 | Lygileg flautukarfa Kára tryggði Haukum sigur

Magnús Einþór Áskelsson skrifar
Kári var hetjan í kvöld og rúmlega það.
Kári var hetjan í kvöld og rúmlega það. Vísr/anton
Haukar unnu ótrúlegan sigur suður með á Keflavík í kvöld,82-85 þar sem Kári Jónsson vann leikinn með skoti frá sínum eiginn vítateig leið og leiktíminn rann út.

 

Keflvíkingar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og var Guðmundur Jónsson mjög heitur fyrir heimamenn en hann skoraði tíu af fyrstu tólf stigum liðsins. Heimamann grimmir og keyrðu hraðann upp í hverri sókn og náðu mest ellefu stiga forkskoti í leikhlutanum en staðan var 27-17 að honum loknum.

 

Í öðrum leikhluta mættu Haukamenn ákveðnari til leiks. Paul Anthony Jones fór að minna á sig, keyrði inn að körfunni og var duglegur að koma sér á línuna en allt ætlaði að sjóða upp úr þegar Ágúst Orrason varð skot hans og lét vel valinn orð falla en stía þurfti leikmenn í sundur eftir þau viðskipti. Keflvíkingar náðu aftur tíu stiga forskoti þegar um tvær mínútur voru til hálfleiks en þá tóku Haukar mikinn sprett og staðan 44-41 þegar leikmenn héldu til búningsherbergja.

 

Í þriðja leikhluta voru heimamenn með öll völd, spiluðu grimma vörn og skoruðu Haukar ekki stig utan af velli fyrstu fimm mínútur hans. Keflvíkingar fóru að finna Christian Dion Jones undir körfunni sem var stigalaus í fyrri hálfleik og allt liðið að spila mjög vel. Keflvíkingar með fimmtán stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann og erfitt að sjá fyrir að Haukar myndu koma sér aftur inní leikinn.

 

Í upphafi fjórða leikhluta var algjört þristaregn, liðin tóku mörg þriggja stiga skot en Haukar voru sjóðandi heitir og með körfum frá Hauki Óskarssyni, Kára Jónssyni og Paul Anthony Jones voru þeir skyndilega komnir inní leikinn aftur, Þegar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum var forysta Keflavíkur kominn niður í aðeins eitt stig og ljóst að svakalegar mínútur voru framundan.

Kári Jónsson kom Haukum yfir, 78-79 í fyrsta skiptið í leiknum þegar um ein og hálf mínúta var eftir. Hörður Axel skoraði næstu fjörgur stig leiksins fyrir heimamenn og kemur þeim í þriggja stiga forkskot, 82-79 þegar þrettán sekúndur eru eftir.

Reggie Dupree brýtur klaufalega á Kára Jónssyni í þriggjastiga skoti þegar rúmar þrjár sekúndur eru eftir og jafnar Kári Jónsson ískaldur leikinn á línunni. Keflavík tekur leikhlé og efir það reyna þeir sending inn í teiginn sem mistekst boltinn hrekkur til Kára sem skýtur boltanum yfir völlinn sem og hitter og tryggir Haukum sigur með þessari ótrúlegustu körfu sem hefur verið skoruð síðari ár.

 

Af hverju unnu Haukar ?

Kári Jónsson er ein ágætis ástæða en hann var með stórleik í kvöld og þegar á reyndi sýndi hann stáltaugar og átti svo þetta ótrúlega skot í endann.

Keflavík var með þennann leik í höndum sér en klaufagagnur á síðustu sekúndum hans kostaði þá þennann leik. Reggie Dupree braut klaufalega á Kára sem var í ómögulegu þriggjastiga skoti, sem gerði honum kleift að jafna leikinn. Síðasta kerfi Keflavíkur var einnig skrýtið staðinn enda erfið sending sem gaf Haukum möguleika á að stela boltanum.

 

Hverjir stóðu upp úr?

Kári Jónsson var frábær en hann skoraði, 27 stig og gaf átta stoðsendingar. Paul Anthony Jones var líka góður en hann skoraði 24 stig og tók tólf fráköst, þar af sex sóknarfrákö

st.Hjá Keflvíkingum átti Guðmundur Jónsson góðan leik bæði í vörn óg sókn en hann skoraði 24 stig.Það var slæmt fyrir þá að missa hann útaf með fimm villur þegar skammt var eftir.

 

Hvað gekk illa?

Haukum gekk illa framan af leik að leysa varnarleik Keflvíkinga, en eftir að þeir létu Paul Anthony Jones í fjarkann lagaðist leikurinn sem kannski skóp þennann sigur í lokinn.

 

Tölfræði sem vekur athygli

Haukar tóku mun fleiri fráköst en Keflavík eða 44-32, þar vógu sextán sóknarfráköst þungt þegar upp  var staðið

 

Hvað gerist næst?

Næsti leikur liðananna er næstkomandi föstudagskvöld á Ásvöllum. Ef Haukar vinna þann leik senda þeir Keflvíkinga í sumarfrí.

 

Kári Jónsson: Þegar ég sá hann í loftinu fannst mér hann líta vel út.

Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöldþ Kári tók undir með blaðamanni sem lýsti sigurkörfunni sem lygilegri, honum leið strax vel með skotið þegar hann fór í loftið og elti boltann ofaní hringinn. Eina sem hann hafði áhyggjur af var hvort tíminn hefði verið liðinn þegar hann sleppti boltanum en eftir endursýningar var enginn vafi að karfan var góð og gild.

 

„Þetta var það, besta orðið yfir þetta er lygilegt en við sjáum að þeir taka lopp og Breki les alley oop sendinguna mjög vel og stígur manninn út og nær sendingunni og Paul svo bjargar honum, kannski á mörkunum að vera villa. En ég var heppinn að við náðum honum ég tók eitt dripl og lét hann fljúga  og leið og ég sá hann í loftinu fannst mér hann líta vel út og á góðri leið þannig að ég reyndi að elta hann ofaní ef ég get sagt það. Eina sem maður hugsaði að það gæti verið tæpt út af tímanum hvort að maður hefði náð þessu upp en eftir endursýningar er þetta algjör snilld,“ sagði hann

Um leikinn sagði Kári að þeir hefðu sýnti karakter að ná að koma til baka eftir þrjá slaka leikhluta en Keflavík leiddi með fjórtán stigum fyrir síðasta leikhlutann. Kári sagði að þeir hefðu verið heppnir að munurinn skildi ekki hafa verið meiri.

„Við þurfum alveg að bæta okkar leik alveg helling við vorum alls ekki nógu góðir í þrjá leikhluta í dag. Keflavík voru alveg mun betri en við og við vorum heppnir að við vorum ekki undir með meiri mun. Við sýndum samt alveg svakalegann karkater að geta komið til baka og stolið þessu. Við þrufum að ná einbeitingu strax á morgunn og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik því við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna,“ sagði hann.

 

Hörður: Áttum að klára þetta

Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur var vonsvikinn í leikslok, honum fannst að þeir hefðu átt að brjóta miklu fyrr á Kára sem fékk villu í þriggja stiga skoti þegar um þrjár sekúndur eftir og jafnaði leikinn.

 

„Með unninn leik áttum að klára þetta, skelfilegt, skelfilegt. Við látum þetta enda þannig að dómararnir þurfa að taka einhverja ákvarðanir fyrir okkur hvort að við séum búnir að vinna eða ekki, við áttum að klára leikinn sjálfir. Þetta var bara hrikaleg ákvörðum að brjóta ekki fyrr og að hleypa þeim upp í þetta skot hvort sem þetta var villa eða ekki skiptir ekki máli og hvort svo hérna undir körfunni hvort það hafi verið brot eða ekki en þetta var náttúrulega ótrúleg karfa hjá Kára, já og bara mjög sárt,“sagði hann.

 

Hörður sagði að þeir ættu möguleika geng þessu Haukaliði og er staðfastur í því að þeir komi til baka og klári þessa seríu þrátt fyrir að vera með bakið upp við vegg. Þeir vit hvað þeir þurfi að gera til að sigra þá. Eina sem vantaði í kvöld var að klára leikinn.

 

„Auðvitað eigum við séns í þetta haukalið, við erum að fara að vinna þetta Haukalið og þótt við séum 2-0 undir þá erum við að fara að klára þessa seríu. Við erum búnir að sjá núna hvað við getum gert á móti þeim. Við vorum komnir hérna með unnin leik, sextán stigum yfir við áttum bara að klára þetta, reka helvítis seinasta naglann í kistuna,“ sagði hann.

 

Ívar: Sýndum karakter

Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ánægður með karkter sinna manna í þessum leik því að í tvo leikhluta spiluðu þeir ekki vel að hans mati.

 

„Við sýndum hrikalegan karakter í þessum leik en við vorum svona að stögla sérstaklega í þriðja leikhuta. Annar og fjórði leikhluti mjög góðir, fyrsti og þriðji leikhluti mjög slakir það er eins og við séum hikandi á móti þeim í fyrsta og þriðja við fáum boltann við erum lengi að gefa hann, lengi að ákveða hvað við ætlum að gera og þegar við tökum skotin er það í öðru tempói. Í öðrum og fjórða erum við að taka skotin okkar, við erum ákveðnir erum að sækja á þá, við erum að hlaupa hraðaupphlaup, vörnin grimmari og þá kemur þetta,“ sagði hann. 

 

Í upphafi fjórða leikhluta voru Haukar að skjóta sig inní leikinn með þriggjastiga skotum en Ívar vildi ekki meina að það hafi verið uppleggið en Keflavík hafi gefið þeim færi á því. Hann færði Paul Anthony Jones í fjarkann sem riðlaði varnarleik heimamann og gekk sú færsla frábærlega upp.

 

„Þeir kannski bara gáfu það við vorum komnir með Paul í fjarkann inní teig sem gekk mjög vel, hann er góð tveggja stiga skytta og það virkaði vel að hafa hann í fjarkanum og hann gat poppað út og tekið þrist og þá lentu þeir í vandræðum hvernig þeir áttu að dekka þá. Við fengum bara þrista og hittum úr þeim, Haukur var að hitta, Paul og Kári og þá þruftu þeir að fara utar og við mera segja brenndum af sniðskoti til að minnka þetta niður í tvö sem var gríðarlega mikilvægt, svo brennum við af vítum. En við sýndum karakter,“ sagði hann.

 

Um sigurkörfu Kára sagði Ívar að hann hafi séð þetta tvisvar áður hjá honum undir hans stjórn og einu sinni áður þegar hann sigraði bikarúrslitaleik í unglingaflokki. Hann sagði að þeir hljóti að vera æfa þetta fyrst að þetta gerist svona oft.

 

„Ég hef verið að þjálfa hann tvisvar áður þegar hann hefur gert þetta, einu sinni í bikarúrslitaleik í 10.flokki þá skoraði hann sigurkörfuna frá miðju og hann hefur gert þetta í leik, ég held að hann hafi gert þetta tvisvar við hljótum að vera að æfa þetta,“ sagði hann.

 

Friðrik Ingi: Við fórum að verja það sem við vorum með.

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur fannst þeir vera með unninn leik í höndunum en eins og oft áður þá tókst ekki að ganga frá leiknum og í stað þess að gera þá hluti sem voru að virka fóru þeir í það að verja forskotið sem hleyptu Haukum inní leikinn og gaf þeim tækifæri að gera þetta að leik í lokinn.

 

„Það er kannski eimmitt það þegar að við erum í aðstöðu til að ganga frá leikjum og klára þá höfum við ekki gert nógu vel í því. Við fórum að hleypa þeim nær okkur þannig að þeir fóru að finna lyktina af einhverju. Það var svona varnarfnykur á því sem við vorum að gera með boltann, þannig að við fórum að verja það sem við vorum með, staðinn fyrir að halda áfram að framkvæma hlutina eins og við vorum að gera á góðum köflum, að teygja á vörninni þeirra,henda boltanum inní og kantanna á milli, sækja svo hratt á þá. Við gerðum það ekki á einhverjum ákveðnum kafla og þeir komast upp að hlið okkur og gera þetta að leik í lokinn,“ sagði hann.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira