Körfubolti

Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt

Magnús Einþór Áskelsson skrifar
Kári er orðinn einn albesti leikmaður landsins og þessi karfa í kvöld var ekkert að skemma fyrir.
Kári er orðinn einn albesti leikmaður landsins og þessi karfa í kvöld var ekkert að skemma fyrir. vísir/anton
Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld.

Kári tók undir með blaðamanni sem lýsti sigurkörfunni sem lygilegri, honum leið strax vel með skotið þegar hann fór í loftið og elti boltann ofaní hringinn. Eina sem hann hafði áhyggjur af var hvort tíminn hefði verið liðinn þegar hann sleppti boltanum en eftir endursýningar var enginn vafi að karfan var góð og gild.

 

„Þetta var það. Besta orðið yfir þetta er lygilegt en við sjáum að þeir taka lopp og Breki les alley oop sendinguna mjög vel og stígur manninn út og nær sendingunni og Paul svo bjargar honum, kannski á mörkunum að vera villa,” sagði Kári í leikslok.

„Ég var heppinn að við náðum honum. Ég tók eitt dripl og lét hann fljúga  og leið og ég sá hann í loftinu fannst mér hann líta vel út og á góðri leið þannig að ég reyndi að elta hann ofaní ef ég get sagt það.”

„Eina sem maður hugsaði að það gæti verið tæpt út af tímanum hvort að maður hefði náð þessu upp en eftir endursýningar er þetta algjör snilld,“ sagði hann.

Um leikinn sagði Kári að þeir hefðu sýnti karakter að ná að koma til baka eftir þrjá slaka leikhluta en Keflavík leiddi með fjórtán stigum fyrir síðasta leikhlutann. Kári sagði að þeir hefðu verið heppnir að munurinn skildi ekki hafa verið meiri.

„Við þurfum alveg að bæta okkar leik alveg helling við vorum alls ekki nógu góðir í þrjá leikhluta í dag. Keflavík voru alveg mun betri en við og við vorum heppnir að við vorum ekki undir með meiri mun.”

„Við sýndum samt alveg svakalegann karkater að geta komið til baka og stolið þessu. Við þrufum að ná einbeitingu strax á morgunn og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik því við þurfum að gera betur ef við ætlum að vinna,“ sagði hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×