Viðskipti erlent

Hyundai vill fara varlega

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Santa Fe er meðal vinsælustu bíla framleiðandans.
Santa Fe er meðal vinsælustu bíla framleiðandans. Hyundai
Talsmenn suðurkóreska bílarisans Hyundai sögðu í gær að fyrirtækið ætlaði að gæta fyllstu varúðar við framleiðslu sjálfkeyrandi bíla eftir að sjálfkeyrandi bíll leigubílaþjónustunnar Uber keyrði á konu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að hún lést. Um er að ræða fyrsta banaslysið þar sem sjálfkeyrandi bíll kemur við sögu.

Yoon Sung-hoon, yfirmaður hjá Hyundai, sagði á blaðamannafundi að áhyggjur af öryggismálum væru mikilvægur þáttur að hafa í huga þegar kemur að framleiðslu og þróun sjálfkeyrandi bíla. Þess vegna vildi fyrirtækið fara varlega þegar kæmi að fjöldaframleiðslu slíkra bíla.

„Þegar við höfum litið til bíla annarra fyrirtækja eru öryggisstaðlar þeirra mun slakari en okkar. Við tökum okkur meiri tíma til þess að tryggja að sjálfkeyrandi bílar verði öryggir. Enginn veit undir hvers konar kringumstæðum slysin gætu gerst,“ sagði Yoon enn fremur.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×