Innlent

Segir fátt um mál Sigur Rósar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot.
Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot. Vísir/GETTY
„Umfang starfsemi hljómsveitarinnar og meðlima hennar var á þeim tíma sem þjónustan fór fram, á árunum 2005 til og með 2014, að stærstum hluta erlendis, þar sem tekjur af starfsemi þeirra mynduðust,“ segir Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi í yfirlýsingu vegna skattrannsóknar sem tengist hljómsveitinni Sigur Rós.

Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot.

Gunnar segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. „Þjónustan grundvallaðist á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum, sem einnig var kallað eftir og bárust, meðal annars erlendis frá.“

Gunnar segist ekki tjá sig frekar um málið.




Tengdar fréttir

Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik

Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir.

Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar

Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×