Erlent

Sprengjumaðurinn í Texas talinn látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjórar af árásunum hafa átt sér stað í Austin, höfuðborg Texas.
Fjórar af árásunum hafa átt sér stað í Austin, höfuðborg Texas. Vísir/GEttty
Maðurinn sem grunaður er um að hafa framið röð sprengjuárása í Austin í Bandaríkjunum eða grennd við borgina er látinn eftir umfangsmikla lögregluaðgerð. BBC greinir frá.

Lést hann eftir að hafa sprengt sprengju á þjóðvegi í grennd við Austin. Fulltrúar Bandarísku alríkislögreglunnar rannsaka nú vettvanginn.

Fimm sprengjur voru sprengdar með nokkura daga millibili og stóð yfir umfangsmikil leit að árásarmanninum.

Fjórar af árásunum áttu sér stað í Austin, höfuðborg Texas. Þremur sprengjum var komið fyrir við útidyrahurðir hús og einni hafði verið komið fyrir við göngustíg. Í gær særðist starfsmaður FedEx í San Antonio, þegar pakki sem flytja átti til Austin sprakk.

Yfirvöld sögðu sprengjurnar gefa í skyn að árásarmaðurinn hafi verið kunnugir sprengiefnum en sem fyrr segir lést hinn grunaði í aðgerðum lögreglu í nótt.


Tengdar fréttir

Sprengjufaraldur í Texas

Tveir eru særðir eftir sprengingu í borginni Austin í Texas-ríki Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×