Enski boltinn

Dómarar hafa rétt fyrir sér í 99 prósentum tilfella

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dómarar þurfa oft að sitja undir eldræðum frá þjálfurum og stjórum. Hér lætur Slaven Bilic Michael Oliver heyra það.
Dómarar þurfa oft að sitja undir eldræðum frá þjálfurum og stjórum. Hér lætur Slaven Bilic Michael Oliver heyra það. vísir/getty
Eitt stærsta deiluefni eftir íþróttaleiki er oft á tíðum frammistaða dómara og ákvarðanir sem þeir tóku. Víti dæmd eða ekki dæmd, rangstöðudómar, villur og margt fleira í þeim dúr.

Sky Sports er með sérstakt átak í þessari viku þar sem sjónum er beint að dómurum undir heitinu „styðjum dómara“ og í því tilefni birtist áhugaverð grein þar sem farið er yfir hversu oft dómarar hafa rétt fyrir sér.

Samband dómara á Englandi hefur tekið saman að dómari í ensku úrvalsdeildinni tekur 245 ákvarðanir í leik. Það er ákvörðun á 22 sekúndna fresti.

60 ákvarðanir eru af teknísku eðli; markspyrnur, hornspyrnur og innköst sem skilur eftir 185 ákvarðanir þar sem dómarinn metur snertingu og annað sem gæti þurft að ávíta fyrir.

Af þessum 185 ákvörðunum er einhver aðgerð tekin 28 sinnum, 157 sinnum heldur leikurinn áfram án þess að dómarinn geri neitt.

Samkvæmt tölfræðiútreikningum gerir dómari mistök að meðaltali tvisvar í leik. Það þýðir að 243 ákvarðanir eru réttar, dómarar hafa því rétt fyrir sér í 99,2 prósentum tilfella.

Ákvarðanir aðstoðardómara eru að meðaltali réttar í 98 prósentum tilfella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×