Fótbolti

Southgate bannaði Starbucks að selja samlokur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
"Nei, Raheem. Þú mátt ekki fá þér samloku.“
"Nei, Raheem. Þú mátt ekki fá þér samloku.“ vísir/getty
Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, hefur bannað allan mat á Starbucks kaffihúsinu sem er staðsett á liðshóteli enska landsliðsins.

Liðið er nú við æfingar á æfingasvæði Englands, St. George's Park. Á svæðinu er Hilton hótel þar sem leikmennirnir gista og Starbucks kaffihús er á hótelinu.

Eftir að enska liðið mætti til leiks hafa allar samlokur, kökur og annað ætilegt horfið af matseðlinum.

ESPN hefur þetta eftir heimildarmönum sínum og þá lét Southgate einnig fjarlægja öll sýróp sem notuð eru í kaffidrykki.

Það eina sem eftir er á matseðlinum eru einfaldir kaffidrykkir, te og vatn. Bannið við matvælum Starbucks á ekki aðeins við um ensku landsliðsmennina heldur hafa þau verið fjarlægð alveg af matseðlum, hvort sem viðskiptavinurinn er landsliðsmaður í fótbolta eða hinn almenni vegfarandi.

Enska landsliðið spilar tvo vináttulandsleiki við Holland og Ítalíu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×