Innlent

Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Grunnskólakennarar felldu nýgerðan kjarasamning.
Grunnskólakennarar felldu nýgerðan kjarasamning. Vísir/AntonBrink
Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent.

Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla hófst 16. mars og lauk í dag.

Helstu atriði samningsins sneru að launabreytingum, að horft yrði frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar yrði aukinn, tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður, nýr menntunarkafli og greitt yrði fyrir sértæk verkefni.

Alls voru 4.697 félagsmenn á kjörskrá og atkvæði greiddu 3.973 eða 80,75 prósent. Já sögðu 1.128 eða 29,74 prósent en nei sögðu 2.599 eða 68,52 prósent. Auðir seðlar voru 66, að því er segir á vefsíðu félagsins.


Tengdar fréttir

Kennarar skrifa undir samning

Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×