Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrír dómkvaddir matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan vegna morðsins á Sanitu Brauna á Hagamel í september í fyrra. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 og ræðum við Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara.

Við fjöllum líka um ásókn Íslendinga í faðernispróf en tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum prófum í hverri viku. Kári Stefánsson vill bjóða Íslendingum þessa þjónustu frítt.

Í fréttatímanum greinum við líka frá viðræðum velferðarráðuneytisins við tvo opinbera aðila um yfirtökur og rekstur sjúkrabílaflotans og fjöllum um strangar kröfur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hundaeigendur segja að komi í veg fyrir að veitingastaðir geti leyft hunda.

Þá bregðum við okkur til Sturlungaaldar og tökum þátt í Örlygsstaðabardaga í nýju sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×