Enski boltinn

Tekur fyrrum stjóri Gylfa við Jóni Daða og félögum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Clement gæti verið að taka við stjórnartaumunum á Madejski.
Clement gæti verið að taka við stjórnartaumunum á Madejski. vísir/getty
Það gæti farið sem svo að fyrrum stjóri Gylfa Sigurðssonar hjá Swansea, Paul Clement, verði næsti stjóri Jóns Daða Böðvarssonar hjá Reading. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar eftir að Jaap Stam var rekinn frá félaginu í gær.

Clement tók við Swansea í janúar á þessu ári og hélt þeim uppi þökk sé nokkrum mörkum og stoðsendingum Hafnfirðingsins. Gylfi gekk svo í raðir Everton í sumar eins og kunnugt er en eftir erfiða byrjun Swansea á yfirstandandi tímabili var Clement látinn fara.

Hann er talinn einnar af þremur sem koma til greina eftir að Jaap Staam, fyrrum stjóri Reading, var látinn fara eftir að hafa Reading hafði einungis einn af síðustu nítján leikjum sínum í b-deildinni. Staam fékk Jón Daða til Reading í sumar.

Hinir tveir sem koma til greina eru sagðir Steve Cotterill, fyrrum þjálfari Birmingham og Stoke meðal annars, og Marcel Keizer, fyrrum þjálfari Ajax.

Clement er þó talinn líklegastur vegna þess að stjórnarformaður Reading, Ron Gourlay, er mikill aðdáandi Clement eftir að þeir unnu saman hjá Chelsea þegar Clement var aðstoðarþjálfari þar.

Reading er í 20. sæti b-deildarinnar einungis þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Þessa daganna er þó Jón Daði með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum þar sem liðið mætir Mexíkó og Perú í æfingarleikjum um komandi helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×