Handbolti

Svona verður úrslitakeppnin

Antn Ingi Leifsson skrifar
Gísli Þorgeir og félagar mæta Aftureldingu.
Gísli Þorgeir og félagar mæta Aftureldingu. vísir/anton
Síðasta umferðin í deildarkeppni Olís-deildar karla fór fram í kvöld og það er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitunum sem hefjast 13. apríl.

ÍBV tryggði sér deildarmeistaratitilinn með síðasta skoti leiksins gegn Fram í Safamýrinni og það er því ljóst að þeir fá ÍR í átta liða úrslitunum. Eyjamenn geta unnið þrefalt; deild, bikar og Íslandsmeistaratitil.

Selfoss, sem var eins nærri deildarmeistaratitlinum og hugsast getur, mætir Stjörnunni. Bræðrafélögin, Valur og Haukar, mætast og Einar Andri Einarsson mætir svo á sinn gamla heimavöll er FH og Afturelding berjast.

Vinna þarf tvo sigra til þess að komast í undanúrslitin. Eins og áður segir hefjast átta liða úrslitin þann 13. apríl en nú tekur við landsleikjahlé.

Svona raðast átta liða úrslitin:

ÍBV-ÍR

Selfoss-Stjarnan

FH-Afturelding

Valur-Haukar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×