Fótbolti

Nota strákarnir okkar kannski ekki bláa búninginn fyrr en í þriðja leik á HM?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark karlalandsliðs Íslands á stórmóti í hvíta búningnum á EM 2016.
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark karlalandsliðs Íslands á stórmóti í hvíta búningnum á EM 2016. Vísir/Getty
Íslenska fótboltalandsliðið verður með bláan heimavallarbúning og hvítan útivallarbúning á HM í Rússlandi í sumar.

Hvíti búningur íslenska landsliðsins var kynntur á sama tíma og sá blái í síðustu viku en það má búast við því að við sjáum meira af þeim hvíta til að byrja með á HM.

Íslenska landsliðið er nefnilega skráð sem útilið í tveimur fyrstu leikjum sínum á HM sem eru á móti Argentínu og Nígeríu.





Eini heimaleikur íslenska liðsins í riðlinum verður lokaleikurinn á móti Króatíu og það er væntanlega eini leikurinn sem blái liturinn verður notaður í riðlakeppninni.

Það er þó ekki öruggt því aðalbúningur Argentínu og varabúningur Íslands eru frekar líkir þar sem hvíti liturinn er í aðalhlutverki. Íslenska landsliðið fær því kannski að nota bláa búninginn í fyrsta leik sínum á HM þrátt fyrir að mæta sem útilið í leikinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×