Enski boltinn

Stuðningsmenn West Ham í lífstíðarbann

Einar Sigurvinsson skrifar
Frá leik West Ham og Burnley.
Frá leik West Ham og Burnley. getty
Að minnsta kosti fimm stuðningsmenn West Ham United fá aldrei aftur að mæta á völl liðsins eftir ólætin í lok tapleiksins á móti Burnley á dögunum. Stuðningsmennirnir fá bannið fyrir að hafa hent smápeningum og öðrum lausamunum í átt að eigendum liðsins en David Sullivan, annar eigenda liðsins fékk pening í höfuðið.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að liðið hafi þurft að taka skjótar og afgerandi ákvarðanir eftir alvarlega ofbeldishegðun og árásargirni stuðningsmanna. Þá gerir liðið ráð fyrir að fleiri stuðningsmenn muni fá bann.

„Ofbeldi og hverskyns hegðun sem getur komið öðrum stuðningsmönnum í hættu verður ekki liðin. Við skuldbindum okkur til þess að bjóða upp á öruggt og þægilegt umhverfi fyrir alla stuðningsmenn,“ segir í yfirlýsingunni.

West Ham situr sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Tveimur stigum frá fallsæti. Árangur liðsins á Ólympíuleikvanginum hefur ekki verið upp á marga fiska og eru stuðningsmenn búnir að fá sig fullsadda. Síðan West Ham flutti á nýja heimavöll sinn hefur liðið aðeins unnið 12 af 33 heimaleikjum sínum.


Tengdar fréttir

Eigendur West Ham bornir saman við Hitler

Mikil reiði ríkir á meðal stuðninsgmanna West Ham gangvart eigendum félagsins og gengu nokkrir stuðningsmenn svo langt í gær að segja eigendurna hafa skaðað austurhluta Lundúna meira en Adolf Hitler.

West Ham fjölgar lögreglumönnum á vellinum

Fjórir áhorfendur hlupu inn á völlinn í síðasta heimaleik West Ham og því þarf ekki að koma á óvart að félagið ætli að taka öryggisgæsluna fastari tökum í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×