Lífið

Bein útsending: Frumsýning Vítis í Vestmannaeyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bragi, Gunnar og aðalleikarar myndarinnar á frumsýningunni í kvöld.
Bragi, Gunnar og aðalleikarar myndarinnar á frumsýningunni í kvöld. Vísir
Sérstök viðhafnarfrumsýning á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum verður í Sambíóum Egilshöll í kvöld.

Um er að ræða fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason sem notið hefur mikilla vinsælda. Síðasta bókin af fjórum kom út árið 2014 en Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, leikstýrir myndinni.

Sögusvið kvikmyndarinnar er Orkumótið í Vestmannaeyjum en með aðalhlutverk í myndinni fara þau: Jóhann G. Jóhannsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ísey Heiðarsóttir, Arnar Harðarson, Sigurður Kári Harðarson, Baldur Björn Arnarsson, Egill Helgi Guðjónsson, Páll Steinar Guðnason og margir aðrir ungir og efnilegir leikarar.

Vodafone mun senda beint út frá Egilshöll í kvöld og hefst dagskráin klukkan 19:00. Þar verður rætt við aðstandendur kvikmyndarinnar, leikstjóra og leikar.  

Hér að neðan má horfa á útsendinguna frá rauða dreglinum:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×