Fótbolti

Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Gylfi Sigurðsson stjórnar víkingaklappi eftir sigurinn á móti Tyrklandi.
Gylfi Sigurðsson stjórnar víkingaklappi eftir sigurinn á móti Tyrklandi. getty
Gylfi Sigurðsson er í hópi með Harry Kane, Manuel Neuer og Neymar á lista Sky Sports yfir stærstu nöfnin sem eiga á hættu að missa af heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

„Gylfi er kannski ekki jafn mikil stjarna og Neymar, en fjarvera hans myndi hafa svipuð áhrif á íslenska landsliðið, sem er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ segir í umfjöllun Sky um Gylfa.

Það er þó tekið fram að líkurnar á að Gylfi nái mótinu séu góðar og hugsanlega muni hann geta leikið aftur fyrir Everton áður en tímabilinu lýkur. Ef það fer hins vegar svo að Gylfi verði meiddur gæti Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Karabukspor, komið inn í liðið í hans stað.

Neymar og Neuer einnig á listanum
Neymar meiddist í leik gegn Marseille á dögunum.getty
Tvö af stærstu nöfnunum sem Sky telur að séu í hættu á að missa af HM er þeir Neymar og Manuel Neuer.

Neymar meiddist á síðasta heimsmeistaramóti og væri gífurlegt áfall fyrir Brasilíu ef hann kæmist ekki með liðinu til Rússlands í sumar. Hann fór í aðgerð fyrir skömmu eftir að hafa brotið bein í ristinni og gæti verið frá í þrjá mánuði.

Fyrirliði þýska landsliðsins, Manuel Neuer, fótbrotnaði í september á síðasta ári og hefur síðan sett stefnuna á að verða orðin klár fyrir heimsmeistaramótið. Hann fór hins vegar fyrir skömmu til Tælands í endurhæfingu og telur Sky það ekki vera góðs viti fyrir ástand hans. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Munich, hefur þó sagt að hann sé jákvæður fyrir því að Neuer geti snúið aftur á völlinn í apríl.

Aðrir leikmenn sem Sky nefnir eru Harry Winks, Filipe Luis og Alexander Kokorin en listann í heild sinni má sjá á vef Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×