Fótbolti

Bale setti þrennu í fyrsta leik Giggs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gareth Bale og félagar fara ekki á HM í Rússlandi.
Gareth Bale og félagar fara ekki á HM í Rússlandi. vísir/getty
Þjálfaraferill Ryan Giggs hjá Wales hefði vart getað tekist betur en liðið burstaði Kína 6-0 í æfingaleik.

Gareth Bale skoraði fyrsta markið á annari mínútu og var svo búinn að tvöfalda markafjölda sinn og Wales eftir 21 mínútu. Samherji Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley, Sam Vokes, bætti við þriðja markinu á 38. mínútu og Harry Wilson skoraði rétt áður en flautað var til leikhlés.

Bale fullkomnaði þrennuna á 62. mínútu, aðeins nokkrum mínútum eftir að Vokes hafði komið Wales í 5-0. Með þrennu sinni varð Bale fyrsti leikmaðurinn til þess að skora þrennu fyrir Wales síðan árið 2004. Hana gerði Robert Earnshaw í leik gegn Skotum. Þá er Bale einnig orðinn markahæsti leikmaður Wales frá upphafi.

Velska liðið spilaði frábærlega í leiknum og er ljóst að Giggs getur farið brosandi frá þessari frumraun sinni sem landsliðsþjálfari.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×