Enski boltinn

Zlatan á leið til Bandaríkjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan er farinn frá þeim rauðklæddu.
Zlatan er farinn frá þeim rauðklæddu. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic hefur yfirgefið Manchester United eftir að hann og félagið hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningnum, eins og Vísir greindi frá í dag. Zlatan er á leið til Bandaríkjanna.

Talið er að það verði greint frá því á morgun að kappinn gangi í raðir La Galaxy en líkur eru á að þetta verði síðasti viðkomustaður framherjans áður en hann leggur skóna á hilluna.

„Frábærir hlutir taka enda og það er tími til þess að halda áfram eftir tvö frábær ár hjá Manchester United,” skrifaði kappinn á Instagram síðu sína.

„Takk til allra hjá félaginu, stuðningsmannana, liðsfélagana, stjórans, starfsmanna og allra sem deildu með mér þessum tíma.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×