Formúla 1

Rúnar: Kominn tími á Ferrari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Formúla 1 hefst á ný um helgina í Ástralíu. Rúnar Jónsson, formúlusérfræðingur Stöðvar 2, segir að Mercedes, Ferrari og Red Bull skeri sig frá öðrum keppinautum.

Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eru báðir með fjóra heimsmeistaratitla og eru líklegir til að berjast um heimsmeistaratitilinn þetta árið.

„Sá sem bætir við fimmta titlinum er kominn með forystuna. Það er mikið í húfi fyrir þá. Það er einsm mikið í húfi fyrir Ferrari sem hefur ekki verið heimsmeistari síðan 2008 og verið með ökuþór sem heimsmeistara síðan 2007,” sagði Rúnar í samtali við kvöldfréttir

„Það er kominn tími á Ferrari á þessu ári, sérstaklega með aukamann líka, en Mercedes hefur verið sterkir síðustu fjögur ár og Red Bull fjögur þar á undan. Þetta gæti orðið rautt í ár.”

Mercedes, Ferrari og Red Bull hafa verið hlutskörpustu liðin á æfingum og Rúnar segir að þessi þrjú munu berjast um titilinn, ef allt fari eins og á sýnist.

„Það er ekki hægt að búast við neinu öðru en að þessi þrjú lið munu berjast á þessu ári,” en innslagið má sjá allt í glugganum efst í fréttinin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×