Fótbolti

U21 tapaði í Írlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán skoraði eina mark Íslands.
Stefán skoraði eina mark Íslands. vísir/heimasíða Brighton
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 3-1 fyrir Írlandi í vináttulandsleik en leikið var á Tallaght leikvanginum í suður Dublin.

Rory Hale kom Írlandi yfir á fyrstu mínútu leiksins en Ísland snerti ekki boltann áður en Írarnir skoruðu fyrsta markið. Ryan Manning bætti svo við öðru marki fyrir hlé.

Stefán Alexander Ljubicic, Keflvíkingur og núverandi leikmaður Brighton, minnkaði muninn fyrir Ísland en Ronan Hale innsiglaði sigur Íra í uppbótartíma.

Ísland mætir Norður-Írum á mánudag en sá leikur verður liður í undankeppni EM 2019. Ísland er með sjö stig eftir fimm leiki, í þriðja sætinu, en Norður-Írar eru sæti ofar með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×