Erlent

Úrslit í rússnesku kosningunum gætu verið ógilt

Kjartan Kjartansson skrifar
Ásakanir eru um að embættismenn hliðhollir Pútín hafi reynt að ýkja kjörsókn í kosningunum á sunnudag en stjórnarandstaðan hafði hvatt fólk til að sitja heima.
Ásakanir eru um að embættismenn hliðhollir Pútín hafi reynt að ýkja kjörsókn í kosningunum á sunnudag en stjórnarandstaðan hafði hvatt fólk til að sitja heima. Vísir/Getty
Formaður yfirkjörstjórnar Rússlands segir að mögulega verði úrslit frá tveimur kjörstöðum í forsetakosningunum á sunnudag ógilt. Fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sáu fólk kjósa oftar en einu sinni á kjörstöðunum tveimur.

Í frétt Reuters kemur fram að fréttamenn hafi náð myndum af sautján manns sem kusu oftar en einu sinni á þremur kjörstöðum í Ust-Djeguta í suðurhluta Rússlands. Formaður yfirkjörstjórnar Rússarlands segir að héraðskjörstjórn hafi kært úrslit á tveimur kjörstöðunum og krafist þess að þau verði ógilt.

Stjórnarandstæðingar og kosningaeftirlitsmenn hafa sakað embættismenn sem eru hliðhollir Vladimír Pútín forseta um að hafa beitt bellibrögðum til þess að ýkja kjörsókn. Pútín var endurkjörinn með 77% atkvæða en samkvæmt opinberum tölum var kjörsókn 70%.

Reuters segist einnig hafa fundið smugu í kjósendaskráningarkerfi Rússlands sem geri fólk kleift að greiða atkvæði oftar en einu sinni. Formaður yfirkjörstjórnar sagði kerfið hins vegar „frábært“. Engin ástæða væri til að endurskoða það, aðeins að fínstilla það þegar hnökrar kæmu í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×