Erlent

Pólskipti í Ungverjalandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Flokkur hans hefur fært sig út á jaðarinn og ýtt öðrum inn á miðju.
Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Flokkur hans hefur fært sig út á jaðarinn og ýtt öðrum inn á miðju. VÍSIR/AFP
Stjórnarandstöðuflokkurinn Jobbik í Ungverjalandi hefur frá stofnun árið 2003 verið kenndur við öfgaþjóðernishyggju. Flokkurinn ætlar hins vegar að veðja á að hann fái meira fylgi í kosningum næsta mánaðar með því að sækja inn að miðju.

Sú þróun hefur raunar átt sér stað á undanförnum árum samhliða því að flokkur Viktors Orban forsætisráðherra, Fidesz, hefur fært sig út á jaðarinn með sterkri andstöðu gegn Evrópusambandinu, sérstaklega þegar kemur að því að neita að taka á móti flóttamönnum.

„Þessar breytingar hugnast mér. Ég er hrifnari af flokknum nú en þegar hann var uppnefndur nasistaflokkur,“ sagði sextugi kjósandinn Dezso Borbas við Reuters í gær.

Í nýjustu könnunum mælist Fidesz langstærstur með um helming atkvæða. Jobbik mælist næststærsti flokkurinn, í tæpum tuttugu prósentum. Þrátt fyrir þetta þverhnípi var Gabor Vona, formaður Jobbik, kokhraustur í gær.

„Við erum ekki hrædd við Orban. Nafn hans verður fært á svörtustu síður sögunnar. Eftir 8. apríl fellur hann,“ sagði Vona og vísaði til kjördags.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×