Innlent

Hjón á leið á eftirlaun unnu 26 milljónir

Birgir Olgeirsson skrifar
Hjónin keyptu miðann í Reykjanesbæ og ætla að láta draum sinn rætast um að dvelja á suðrænum slóðum yfir dimmustu og köldustu vetrarmánuðina.
Hjónin keyptu miðann í Reykjanesbæ og ætla að láta draum sinn rætast um að dvelja á suðrænum slóðum yfir dimmustu og köldustu vetrarmánuðina. Vísir/Stefán
Eldri hjón unnu rúmlega 26 milljónir í Lottóútdrætti frá því í síðustu viku. Hjónin, sem bráðlega fara á eftirlaun, keyptu tíu raða lottómiðann með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að hjónin horfðu á útdráttinn í sjónvarpinu og trúðu ekki sínum eigin augum þegar tölurnar þeirra birtust hver á fætur annarri og þau með allar tölurnar réttar.

Hjónin fóru strax inná textavarpið til að fá staðfest að þau væru með allar tölur réttar og það var ekki fyrr en þau sáu fréttina inná lotto.is að þau voru fullviss um að þau hefðu dottið í lukkupottinn.  Þau sváfu frekar lítið næstu nótt fyrir spenningi en nú ætla þau að láta draum sinn rætast um að dveljast á suðrænum slóðum yfir dimmustu og köldustu vetrarmánuðina.

Þau ætla einnig að leyfa uppkomnum börnum sínum að njóta vinningsins með sér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×