Erlent

Átta manns haldið í gíslingu í verslun í Frakklandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Franski lögreglumenn að störfum en myndin er úr safni og tengist efni fréttar ekki beint.
Franski lögreglumenn að störfum en myndin er úr safni og tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Getty
Átta manneskjum er haldið í gíslingu í verslun í franska bænum Trebes. Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem vitnað er í franska fjölmiðla sem segja manninn sem heldur fólkinu í gíslingu hafa skotið í átt að lögreglumanni. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að fjórir lögreglumenn hefðu átt leið fram hjá versluninni og að maðurinn hafi skotið í átt að þeim og sært einn þeirra en þó ekki alvarlega.

Reuters segir franska fjölmiðla greina frá því að maðurinn hafi svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISISBBC hefur eftir saksóknurum í Frakklandi að maðurinn hafi sagst tilheyra ISIS. Þá kom fram á vef BBC að sérsveit lögreglu hefði ráðist til atlögu inn í verslunina.

Þar er haft eftir forsætisráðherra Frakklands, Édouard Philippe, að staðan væri talin grafalvarleg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×