Telur Ísland vera að taka forystu í skilgreiningu nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 14:32 Jón Steindór Valdimarsson var fyrsti flutningsmaður en fulltrúar allra flokka voru um borð. Vísir/Hanna „Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“ Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
„Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30