Telur Ísland vera að taka forystu í skilgreiningu nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 14:32 Jón Steindór Valdimarsson var fyrsti flutningsmaður en fulltrúar allra flokka voru um borð. Vísir/Hanna „Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“ Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
„Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30