Innlent

Þrjú í gæsluvarðhald vegna innflutnings á kókaíni

Kjartan Kjartansson skrifar
Fólkið var úrskurðað í varðhald til 28 .mars og 4. apríl.
Fólkið var úrskurðað í varðhald til 28 .mars og 4. apríl. Vísir/Valli
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði tvo karla og eina konu í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglan segir að mál þeirra tengist rannsókn á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald til 4. apríl en konan til 28. mars. Þau eru öll af erlendu bergi brotin.

Rannsókn málsins er á frumstigi og frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu, að því er segir í stuttri tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×