Erlent

Lögregla hótaði að handtaka áhorfendur á leik Íslands og Mexíkó

Kjartan Kjartansson skrifar
Gleði og glaumur var hjá mexíkósku stuðningsmönnunum á leiknum gegn Íslendingum í gærkvöldi. Einhvern skugga virðist þó hafa borið á fögnuð þeirra.
Gleði og glaumur var hjá mexíkósku stuðningsmönnunum á leiknum gegn Íslendingum í gærkvöldi. Einhvern skugga virðist þó hafa borið á fögnuð þeirra. Vísir/AFP
Nokkur slagsmál brutust út í stúkunum á Levi‘s-vellinum í San Francisco þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilaði þar gegn Mexíkóum í gærkvöldi. Lögreglan í borginni er sögð hafa haft töluverðan viðbúnað og skipað 70.000 áhorfendum að yfirgefa völlinn eða vera handteknir annars.

Staðarsjónvarpsstöðin NBC Bay Area segir að tugi lögreglubíla og þyrla hafi haft gætur á leikvanginum í gær. Auk slagsmálanna hafi vitni heyrt lögreglumenn bregðast við skilaboðum um að einn þeirra væri í vanda staddur rétt áður en leiknum lauk með 3-0 sigri Mexíkóa.

Lögreglan segir engu að síður að engar meiriháttar uppákomur hafi átt sér stað á leiknum. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá átök sem brutust út í stúkunni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×