Erlent

Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf

Þórdís Valsdóttir skrifar
March for Our Lives fer fram í Washington D.C. í dag. Búist er við miklum mannfjölda í göngunni sem hefur breyst í gríðarstóran útifund vegna þess fjölda sem saman er kominn.
March for Our Lives fer fram í Washington D.C. í dag. Búist er við miklum mannfjölda í göngunni sem hefur breyst í gríðarstóran útifund vegna þess fjölda sem saman er kominn. Vísir/AFP

Fjöldi fólks tekur nú þátt í kröfugöngu sem gengur undir heitinu March for Our Lives, eða „Göngum fyrir líf okkar“ sem fram fer í Washington-borg og hófst klukkan 15 í dag að íslenskum tíma. Með göngunni krefjast þátttakendur bættri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við hundruðum þúsunda þátttakenda.

Mótmælin eru þau stærstu sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Vísir/afp

Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda. Skotárásin er sú stærsta sem framin hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 2012.

Sjá meira: Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal

Cameron Kasky, einn nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, er meðal þeirra sem halda ræðu á fundinum. Vísir/afp

Tuttugu manns munu stíga í pontu á fundinum og eru þau öll undir átján ára aldri. Þá munu einnig dægurstjörnur á borð við Ariana Grande og Miley Cyrus munda míkrófóninn.
Nærri 200 hafa látist í skotárásum í skólum frá árinu 1999 þegar skotárás átti sér stað í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado-ríki. Þrettán létust í skotárásinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.