Erlent

Afarkostir í Austur-Gúta

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Heilu fjölskyldurnar flýja árásir stjórnarhers Bashars al-Assad,
Heilu fjölskyldurnar flýja árásir stjórnarhers Bashars al-Assad, Vísir/afp
Óbreyttir borgarar og sýrlenskir uppreisnarmenn flýja hið stríðshrjáða svæði Austur-Gúta, sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus í Sýrlandi. Svæðið var áður á valdi uppreisnarmanna. Hundruð neyðast til að flýja heimkynni sín þegar aukinn þungi færist í ásókn stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands.

Sýrlenski stjórnarherinn hrifsar á ný til sín völdin eftir margra ára stríð. Síðustu vikur hafa einkennst af sprengjuregni af völdum stjórnarhersins en að því er fram kemur á vef Sky News hafa yfirvöld í Sýrlandi sett uppreisnarmönnum afarkosti; annað hvort að hætta að berjast og ganga til liðs við stjórnarherinn ellegar yfirgefa svæðið með fjölskyldum sínum.

Um níu hundruð manns hafa yfirgefið Austur-Gúta í dag. Talið er að fólkið haldi norður til Idlib-héraðs í Sýrlandi.

Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum haft hugtökin stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu um baráttuaðferðir stjórnarhersins. Verið sé að reka almenna borgara á flótta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×