Handbolti

Tólf marka leikur Arnórs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu
Arnór í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir

Arnór Þór Gunnarsson var óstöðvandi í sigri Bergischer á EHV Aue í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 12 mörk í leiknum sem Bergischer vann 22-29. Af þeim voru 7 úr vítaköstum.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik stigu gestirnir í Bergischer á bensíngjöfina undir lok hálfleiksins og fóru með fimm marka forystu til búningsherbergja, 12-17.

Munurinn á liðunum var kominn upp í 10 mörk þegar vel var liðið á seinni hálfleik og þrátt fyrir að heimamenn hafi náð að laga stöðuna aðeins var aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda.

Þegar 10 leikir eru eftir í deildinni er Bergischer með 7 stiga forystu á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.