Körfubolti

Hjalti Friðriksson aftur í ÍR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjalti Friðriksson snýr aftur í Breiðholtið
Hjalti Friðriksson snýr aftur í Breiðholtið vísir/daníel
Hjalti Friðriksson mun koma til landsins og leika með ÍR í undanúrslitum Domino's deildar karla. Þetta staðfesti þjálfari ÍR, Borche Ilievski, í viðtali karfan.is eftir sigur ÍR á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld.

Borche sagði mann vera á leiðinni frá Kanada í viðtali við Svala Björgvinsson á Stöð 2 Sport strax eftir leik en fór ekkert nánar út í það hver sá leikmaður væri. Þá fóru menn að velta fyrir sér um hvern Borche væri að tala þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og ekki hægt að fá leikheimild fyrir nýjan leikmann. ÍR hefði þó getða endurheimt Quincy Hankins-Cole, en hann er enn skráður í ÍR.

Borche staðfest hins vegar eins og áður segir við karfan.is að þar væri um Hjalta Friðriksson að ræða.

Hjalti lék með ÍR á síðasta tímabili og var þar áður hjá Njarðvík.

Hann kemur til liðsins í fjarveru Ryan Taylor sem á eftir að sitja tvo leiki í leikbanni vegna brots á Hlyni Bæringssyni í leik liðanna í Seljaskóla á fimmtudag.

ÍR komst með sigrinum í kvöld í undanúrslitin sem hefjast 4. apríl.


Tengdar fréttir

Ryan Taylor í þriggja leikja bann

Ryan Taylor, leikmaður ÍR, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa gefið Hlyni Bæringssyni þungt höfuðhögg í leik ÍR og Stjörnunnar í vikunni en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í málinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×