Fótbolti

Tapið gegn Íslandi versta stund enskrar fótboltasögu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Englands héldu eflaust að sæti í 8-liða úrslitunum væri bókað þegar ljóst var þeir myndu mæta Íslandi í 16-liða úrslitum
Leikmenn Englands héldu eflaust að sæti í 8-liða úrslitunum væri bókað þegar ljóst var þeir myndu mæta Íslandi í 16-liða úrslitum vísir/getty
Tapið gegn Íslandi á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum er versta stund í sögu enska karlalandsliðsins í fótbolta.

Vefsíðan FourFourTwo hefur tekið saman lista yfir 19 verstu augnablik landsliðssögunnar og trónir þar á toppnum 2-1 tapið í 16-liða úrslitum EM 2016.

„Joe Hart var ekki eina ástæða óhugsanlegs taps Englands gegn Íslandi, en hann gerði sér enga greiða með því að frjósa eftir langt innkast sem leiddi til jöfnunarmarksins,“ segir í umfjöllun FourFourTwo um atvikið.

„En enn átti ástandið eftir að versna þegar skot Kolbeins Sigþórssonar læddist framhjá Hart og kom þeim í óvænta forystu. Ljónin frusu á meðan Ísland hélt forystunni og Roy Hodgson sagði upp strax að leik loknum.“

Á listanum eru til dæmis tap í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum HM 1990 og EM 1996, rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal á HM 2006, markið sem Frank Lampard skoraði gegn Þjóðverjum á HM 2010 en fékk ekki dæmt mark og margt fleira.

Ekkert af þessu slær samt við niðurlægingunni að tapa fyrir litla Íslandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×