Innlent

Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.

Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi.

„Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“

Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá.

„Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir.

Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina.


Tengdar fréttir

Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun

Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×