Handbolti

Aron Kristjánsson að taka við Bahrein

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron íbygginn á svip.
Aron íbygginn á svip. vísir/getty
Aron Kristjánsson tekur við landsliði Bahrein af Guðmundi Guðmundssyni en Haukar.is greina frá þessu í kvöld. Aron tekur einnig að sér nýtt starf innan Hauka þegar hann flytur heim í sumar.

Aron greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að hætta hætta sem þjálfari Álaborgar í Danmörku og flytja með fjölskylduna heim til Íslands. Álaborg er á leið í úrslitakeppnina í Danmörku en liðið endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar.

Sjá einnig:Aron að hætta með Álaborg

Á vef Hauka í kvöld er svo greint frá því að Aron taki að sér starf innan Hauka sem framkvæmdarstjóri íþrótta- og markaðsmála en hann mun vinna ásamt Gunnari Magnússyni, íþróttastjóra, að ýmsum málum til dæmis leikmannamálum meistaraflokkanna.

Þar stendur einnig að Aron mun sinna starfinu samhliðina þjálfun á landsliði Bahrein, fyrst um sinn. Guðmundur Guðmundsson hafði stýrt Bahrein frá því í apríl síðastliðnum en hann tók við íslenska landsliðinu fyrir nokkum vinum eins og flestir vita.

Aron tekur því við af Guðmundi sem þjálfari Bahrein en óvíst er hversu langan samning Aron gerir við Bahrein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×