Innlent

Brakandi blíða á skíðasvæðunum

Sylvía Hall skrifar
Opið verður yfir páskana í Bláfjöllum.
Opið verður yfir páskana í Bláfjöllum. vísir/vilhelm
Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli í dag frá 10-17 og í Hlíðarfjalli frá 9-16. Í tilkynningu frá Bláfjöllum segir að gott færi sé í fjallinu og gestir megi búast við sól og blíðu í dag.

„Hér er blankalogn og sól. Stóra bílaplanið er að fyllast en það er enn nóg pláss.“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum. Hann hvetur fólk til þess að nýta veðrið og skella sér í fjallið.

Á vefsíðu Skíðasvæðanna segir að hiti sé um eina gráðu og vindhraði um 1-3 m/s á bæði í Bláfjöllum og Skálafelli. Þar kemur einnig fram að skíða- og brettaskóli Bláfjalla verði opinn yfir alla páskadagana.

Í Hlíðarfjalli er hiti um 7 stig, léttskýjað og logn. Ástmar Reynisson, svæðisstjóri, segist búast við allt að 3000 manns í fjallinu í dag.

„Það er þvílíkt draumafæri. Það er ekkert hægt að orða þetta betur.”

Skíðasvæði víða um landið eru opin í dag og nálgast frekari upplýsingar um þau hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×