Viðskipti erlent

Trump ósáttur við Amazon

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump er ósáttur við Amazon.
Donald Trump er ósáttur við Amazon. Vísir/AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tekur netverslunina Amazon fyrir á Twitter-aðgangi sínum. Þar segir hann að verslunin borgi litla sem enga skatta og notfæri sér póstþjónustu eins og einkasendla. Hann segir þetta koma verst niður á þúsundum annarra fyrirtækja sem geti ekki keppt við mikil umsvif fyrirtækisins.

Þetta kemur í kjölfar fréttar á miðlinum Axios síðastliðinn miðvikudag þar sem greint var frá því að Trump vildi beina athygli sinni að Amazon. Hlutabréf í Amazon féllu um 4% á miðvikudag.


Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Trump beinir spjótum sínum að Amazon, en í ágúst í fyrra sagði forsetinn að verslunin væri að valda skattgreiðandi fyrirtækjum miklum skaða og fjöldi fólks væri að missa vinnu á þeirra kostnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.